Hlynur Bæringsson, körfuboltamaðurinn reyndi, jafnaði í kvöld leikjametið í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.
Hann er í liði Stjörnunnar sem hóf leik gegn ÍR í Skógarseli klukkan 18.15. Þetta er 416. leikur Hlyns í deildinni frá því hann lék þar fyrst 15 ára gamall árið 1997.
Hlynur lék með Skallagrími og Snæfelli, síðan lengi í atvinnumennsku í Hollandi og Svíþjóð, en með Stjörnunni hefur hann spilað frá árinu 2016.
Marel Guðlaugsson hefur átt metið í nokkuð langan tíma en hann spilaði 416 leiki með Grindavík, KR og Haukum.
Stattnördarnir segia ítarlega frá metjöfnun Hlyns á Facebook: