Botnlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sigraði Tindastól, 100:99, í æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.
Tindastóli mistókst þar með að ná efsta sætinu úr höndum Stjörnunnar, sem tapaði fyrir ÍR í gærkvöld og er með 20 stig í öðru sæti. Haukar náðu hins vegar Hetti með 8 stig en liðin tvö sitja nú jöfn í fallsætum deildarinnar.
Liðin voru yfir til skiptis í fyrri hálfleiknum og Haukar með fjögurra stiga forystu að honum loknum, 56:52. Jafnræðið hélt áfram og Haukar voru yfir eftir þriðja leikhluta, 79:77, en Tindastóll komst fljótlega yfir í þeim fjórða og síðasta með því að skora átta fyrstu stigin, 85:79.
En á æsispennandi lokakafla komust Haukar yfir á ný og Everage Richardson kom þeim í 100:96 úr tveimur vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa frá Giannis Agravanis var ekki nóg fyrir Skagfirðinga sem máttu sætta sig við tap.
De'sean Parsons skoraði 24 stig fyrir Hauka, Everage Richardson 21 og Steven Verplancken 20.
Giannis Agravanis og Dedrick Basile skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól og Adomas Drungilas 21.
Gangur leiksins:: 5:6, 16:12, 20:19, 29:24, 32:30, 40:36, 48:44, 56:52, 62:56, 67:64, 70:70, 79:74, 79:83, 87:90, 96:94, 100:99.
Haukar: De'sean Parsons 24/8 fráköst/7 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 21, Steven Jr Verplancken 20, Seppe D'Espallier 16/10 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 10, Hilmir Arnarson 9.
Fráköst: 17 í vörn, 6 í sókn.
Tindastóll: Dedrick Deon Basile 24/7 fráköst/9 stoðsendingar, Giannis Agravanis 24/4 fráköst, Adomas Drungilas 21/8 fráköst, Davis Geks 9, Sadio Doucoure 9/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 7, Pétur Rúnar Birgisson 5/5 stoðsendingar.
Fráköst: 19 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Sigurbaldur Frímannsson.
Áhorfendur: 203