Grindavík í undanúrslit eftir háspennu

Sofie Tryggedsson skoraði átta stig fyrir Grindavík í kvöld.
Sofie Tryggedsson skoraði átta stig fyrir Grindavík í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Grindavík er þriðja liðið í dag til að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Stjörnunni, 72:70.

Þór frá Akureyri og Njarðvík hafa einnig tryggt sér sæti í undanúrslitum bikarsins í dag en Ármann og Hamar/Þór mætast í lokaleik átta liða úrslitanna á morgun.

Grindavík byrjaði viðureignina betur og var 12 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 29:17. Stjarnan var betri í öðrum leikhluta og náði að minnka muninn í fjögur stig, 40:36.

Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og var síðasti leikhluti æsispennandi. Að lokum vann Grindavík tveggja stiga sigur, 72:70.

Daisha Bradford skoraði 21 stig, reif niður 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Grindavík.

Í liði Stjörnunnar var Diljá Ögn Lárusdóttir stigahæst með 25 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka