Naumt tap Íslands gegn sterkum Tyrkjum

Sara Rún Hinriksdóttir með boltann í dag.
Sara Rún Hinriksdóttir með boltann í dag. Ljósmynd/FIBA

Ísland tapaði naumlega fyrir sterkur liði Tyrklands, 83:76, í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfuknattleik í Izmir í dag.

Draumur Íslands um sæti á Evrópumótinu er því úti en íslenska liðið hefur sýnt mikla bætingu í síðustu landsliðsverkefnum. Tyrkland er í 17. sæti heimslistans en Ísland í því 67. Sá munur var ekki að sjá í dag.

Tyrkland er efst í riðlinum með tíu stig en Slóvakía er í öðru sæti með fjögur. Síðan koma Rúmenía og Ísland með tvö. 

Slóvakía fær Rúmeníu í heimsókn í kvöld. Ísland mætir síðan Slóvakíu ytra næstkomandi sunnudag. 

Danielle Rodriguez skoraði sautján stig.
Danielle Rodriguez skoraði sautján stig. Ljósmynd/FIBA

Tyrkir alltaf aðeins yfir 

Tyrkneska liðið var með forystu nánast allan leikinn en í hverjum leikhluta náði Ísland ágætis áhlaupi. 

Ísland náði þó ekki að komast yfir einu sinni eftir annan leikhluta, þrátt fyrir að minnka muninn í tvö stig í þriðja og fjórða leikhluta. 

Það ásamt sóknarfráköstum Tyrkja skildi liðin að. 

Sara Rún Hinriksdóttir var frábær í liði Íslands en hún skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá skoraði Danielle Rodriguez 17 stig. 

Thelma Dís Ágústsdóttir og Þóra Jónsdóttir skoruðu þá tíu hvor. 

Stig Íslands: Sara Rún Hinriksdóttir 29, Danielle Rodriguez 17, Thelma Dís Ágústsdóttir 10, Þóra Jónsdóttir 10, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Diljá Ögn Lárusdóttir 2, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 2. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Njarðvík 64:46 KR opna
99. mín. skorar
Liverpool 0:0 Tottenham opna
1. mín. Leikur hafinn Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Kop-stúkunni.

Leiklýsing

Tyrkland 83:76 Ísland opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert