Martin drjúgur í endurkomunni

Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín gegn Zalgiris Kaunas …
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín gegn Zalgiris Kaunas í Evrópudeildinni. Ljósmynd/EuroLeague

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti góðan leik í heimasigri Alba Berlín á Hamburg, 92:77, í efstu deild þýska körfuboltans í Berlínarborg í dag. 

Martin lék 15 mínútur og skoraði fjögur stig ásamt því að taka eitt frákast og gefa sjö stoðsendingar, mest allra í liði Alba. Hann missti af síðustu þremur leikjum liðsins vegna meiðsla. 

Alba er í 14. sæti deildarinnar með átta sigra og tíu töp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert