Leikmaður Aþenu: Algjört kjaftæði

Brynjar Karl Sigurðsson fær stuðning frá leikmönnum sínum.
Brynjar Karl Sigurðsson fær stuðning frá leikmönnum sínum. mbl.is/Karítas

Dzana Crnac, leikmaður Aþenu í körfubolta, birti myndband á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún ræðir um ásakanir Bjarneyjar Láru Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Ungmennasambands Borgarfjarðar, í garð Brynjars Karls Sigurðssonar þjálfara liðsins.

Eftir leik Aþenu og Þórs frá Akureyri 28. janúar sakaði Bjarney þjálfarann um ofbeldi í garð leikmanna sinna en Brynjar lét vel í sér heyra á hliðarlínunni og var orðljótur í garð leikmanna á meðan á leik stóð og í viðtali eftir leik.

Í kjölfarið sendu leikmenn frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hafna því alfarið að Brynjar beiti ofbeldi með þjálfaraaðferðum sínum. Dzana ítrekaði það á myndbandinu. Þar bendir hún einnig á að Bjarney hafi neitað að eiga við hana símtal til að ræða stöðuna.

Bjarney talar sig í hringi

„Þessar yfirlýsingar hafa ekki aðeins áhrif á Brynjar heldur einnig félagið og stelpurnar sem ég þjálfa og er með í liði. Mér var blandað í þessa umræðu og ég hef rétt á að segja það sem mér finnst.

Til að gera langa sögu stutta er Bjarney að tala sig í hringi og tala um sögusagnir sem við vitum ekki hvort séu réttar. Hún dreifir þessum sögusögnum til að halda sér í umræðunni og mögulega til að fá fimm mínútur af frægð,“ sagði Dzana m.a.

Vanvirðing og gerir lítið úr mér

Elektra Mjöll Kubrzeniecka liðsfélagi Dzönu tók í sama streng á sama miðli þar sem hún birti yfirlýsingu þar sem hún þvertekur fyrir að um ofbeldi sé að ræða og ritar að það sé hreinlega kjaftæði að halda slíku fram. Í yfirlýsingunni segir hún Bjarneyju gera lítið úr sér.

Myndband Dzönu og yfirlýsingu Elektru má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert