Snýr ekki aftur til Keflavíkur

Remy Martin var lykilmaður hjá Keflavík á síðasta tímabili.
Remy Martin var lykilmaður hjá Keflavík á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Remy Martin snýr ekki aftur í lið Keflavíkur á yfirstandandi tímabili. Martin hefur ekki spilað síðan undir lok síðasta tímabils þegar hann sleit hásin í leik með liðinu.

Hann hefur ekki verið skráður í annað félag í millitíðinni en í samtali við Vísi sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, að Keflavík hefði þurft að skrá Martin að nýju sem leikmann félagsins áður félagaskiptaglugganum var nýverið lokað.

Það var ekki gert og því mun Martin, sem var lykilmaður Keflavíkur á síðasta tímabili þegar liðið varð bikarmeistari og fór í undanúrslit úrslitakeppni Íslandsmótsins, ekki koma við sögu með liðinu það sem eftir lifir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert