Blóðtaka fyrir Hauka

Steven Verplancken er farinn frá Haukum.
Steven Verplancken er farinn frá Haukum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Steven Verplancken hefur óskað eftir því við Hauka að fá að yfirgefa félagið og hefur körfuknattleiksdeildin orðið við þeirri beiðni.

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hauka kemur fram að Verplancken, sem er frá Dóminíska lýðveldinu, sé að semja við Oviedo, sem leikur í B-deild á Spáni.

„Haukar hafa orðið við þessari beiðni leikmannsins og tekur gildi þegar í stað. Þetta þýðir því að hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Hauka og verður ekki í leikmannahópi á móti Keflavík í kvöld.

Steven hefur haft mjög góð áhrif á liðið frá því að hann kom í haust og átt marga mjög góða leiki. Haukar þakka Steven kærlega fyrir hans framlag til liðsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert