Tindastóll er áfram á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir nokkuð öruggan sigur á Þór frá Þorlákshöfn á Sauðárkróki í kvöld, 109:96.
Tindastóll er þá kominn með 28 stig eftir 18 leiki, rétt eins og Stjarnan, en Þór er áfram með 16 stig í sjöunda til tíunda sæti með þremur öðrum liðum.
Tindastólsmenn léku frábærlega í fyrsta leikhluta og staðan var orðin 34:15 að honum loknum. Lítið dró saman með liðunum fram að hálfleik en þá stóð 62:45, Stólunum í hag.
Þórsarar komust hins vegar inn í leikinn í þriðja leikhluta og náðu þar að minnka muninn niður í sjö stig seint í honum, 72:65 , en staðan var 80:73 þegar fjórði leikhluti hófst.
Þar tóku Stólarnir völdin á ný og tryggðu sér sigurinn á all sannfærandi hátt.
Sadio Doucoure skoraði 22 stig fyrir Tindastól, Dedrick Basile og Sigtryggur Arnar Björnsson 17 hvor.
Mustapha Jahhad Heron og Jordan Semple skoruðu 26 stig hvor fyrir Þór og Nikolas Tomsick 22.
Gangur leiksins:: 11:0, 16:3, 27:9, 34:15, 41:20, 47:26, 52:36, 62:45, 65:50, 72:57, 73:67, 80:73, 85:79, 93:83, 101:88, 109:96.
Tindastóll: Sadio Doucoure 22/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 17/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Giannis Agravanis 15/6 fráköst, Adomas Drungilas 13/6 fráköst, Davis Geks 10, Dimitrios Agravanis 10/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3/6 fráköst/10 stoðsendingar, Axel Arnarsson 2.
Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.
Þór Þ.: Jordan Semple 26/19 fráköst/9 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 26, Nikolas Tomsick 22/10 stoðsendingar, Justas Tamulis 13, Ólafur Björn Gunnlaugsson 9/4 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frímannsson.
Áhorfendur: 300.