Aðstoðarþjálfari í NBA handtekinn

Darrell Armstrong eftir að hann var handtekinn í Dallas.
Darrell Armstrong eftir að hann var handtekinn í Dallas. Ljósmynd/Lögreglan í Dallas

Darrell Armstrong, aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfuknattleik, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás í garð kærustu sinnar.

Samkvæmt Fox 4 News er Armstrong gefið að sök að hafa slegið kærustu sína í andlitið með byssu og hótað að skjóta hana eftir að hún spurði hann út í smáskilaboð sem Armstrong hafði fengið frá annarri konu.

Í yfirlýsingu frá Dallas Mavericks segir að félaginu sé kunnugt um atvikið og væri að afla sér upplýsinga.

Félagið hefur sett Armstrong, sem er 56 ára gamall, í bann á meðan málið er til meðhöndlunar í dómskerfinu og mun ekki tjá sig nánar fyrr en niðurstaða er komin í það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert