Einn sem verður utan hóps í dag

Kári Jónsson, fyrir miðju á myndinni, er ekki í hópnum …
Kári Jónsson, fyrir miðju á myndinni, er ekki í hópnum í dag. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Einn af þeim þrettán leikmönnum sem skipa hóp karlalandsliðsins í körfuknattleik fyrir leikinn gegn Ungverjalandi í Szombathely í dag getur ekki tekið þátt í leiknum.

Tólf leikmenn eru í hópnum hverju sinni og það kemur í hlut Kára Jónssonar að vera þrettándi maður að þessu sinni en tólf manna hópurinn hefur verið birtur á heimasíðu Alþjóða körfuknattleikssambandsins.

Þessir tólf eru því með, landsleikir fyrir framan:

89 Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni
76 Haukur Helgi Pálsson, Álftanesi
75 Martin Hermannsson, Alba Berlín
72 Elvar Már Friðriksson, Maroussi
67 Tryggvi Snær Hlinason, Bilbao
35 Kristinn Pálsson, Val
35 Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli 
34 Jón Axel Guðmundsson, San Pablo Burgos
18 Hilmar Smári Henningsson, Stjörnunni
18 Styrmir Snær Þrastarson, Belfius Mons
  9 Orri Gunnarsson, Stjörnunni
  3 Bjarni Guðmann Jónsson, Stjörnunni

Craig Pedersen er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar eru Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson.

Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Íslenska liðið er á þessari stundu á leið á létta æfingu í keppnishöllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert