Ítalía tryggði sér efsta sæti B-riðils í undankeppni EM karla í körfubolta með útisigri á Tyrklandi, 80:67, í kvöld.
Ítalska liðið var með 48:31-forskot í hálfleik og voru Tyrkir aldrei líklegir til að jafna í seinni hálfleik.
Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöll á sunnudaginn kemur og tryggir sér sæti á lokamótinu með sigri.
Ítalía mætir Ungverjalandi á heimavelli. Ef Ítalía vinnur fer Ísland á EM, sama hvernig leikur Íslands við Tyrkland fer.