Við förum alltaf erfiðu leiðina

Ægir Þór Steinarsson með boltann í leiknum í kvöld.
Ægir Þór Steinarsson með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/FIBA

„Það var eitt­hvað í loft­inu und­ir lok­in að leik­ur­inn væri okk­ar en það gekk því miður ekki eft­ir," sagði Ægir Þór Stein­ars­son, landsliðsmaður í körfuknatt­leik, við mbl.is eft­ir ósig­ur­inn gegn Ung­verj­um í Szomb­at­hely í kvöld, 87:78.

Með fjög­urra stiga tapi hefði Ísland verið komið á EM en þarf nú helst að vinna Tyrki í lokaum­ferðinni á sunnu­dags­kvöldið, í Laug­ar­dals­höll­inni, eða treysta á að Ung­verj­ar tapi fyr­ir Ítöl­um á sama tíma.

„Ég hefði óskað þess að varn­ar­leik­ur­inn okk­ar hefði verið betri, svona heilt yfir, en við verðum að gefa Ung­verj­um hrós fyr­ir að hafa sett niður stór skot.

En það er samt bara þetta: Vörn­in verður að vera agress­íf, vörn­in verður að vera okk­ar, og við verðum að ná að sprengja upp leik­inn. Ann­ars erum við í því hlut­verki að elta.

Það vantaði þetta á köfl­um en samt var eitt­hvað í loft­inu í lok­in, að við vær­um að taka þetta. Við vor­um einni eða tveim­ur sókn­um frá því að ná okk­ar tak­marki," sagði Ægir.

Þar með er allt und­ir í leikn­um gegn Tyrkj­um á sunnu­dags­kvöldið.

„Þetta er enn í okk­ar hönd­um. Auðvitað lit­um við á þetta sem úr­slita­leik, sem þetta var, en svona er það með okk­ur, við för­um alltaf erfiðu leiðina í líf­inu og það þarf stund­um að gera það til að ná ár­angri.

Við not­um ferðalagið heim á hót­elið í rút­unni til að vera svekkt­ir, og svo er það bara kass­inn fram og við ætl­um að láta vaða á þetta á okk­ar heima­velli gegn Tyrkj­um á sunnu­dags­kvöldið," sagði Ægir Þór Stein­ars­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka