Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta á sunnudag en flautað verður til leiks klukkan 19.30 í Laugardalshöll.
Ísland gulltryggir sér sæti á lokamóti EM með sigri. Ísland á einnig möguleika á að komast á lokamótið þrátt fyrir tap, ef Ítalía vinnur Ungverjaland í leik sem hefst á sama tíma.
Munu því rúmlega 2.000 áhorfendur styðja íslenska liðið áfram í afar mikilvægum leik.