Breyting fyrir Tyrkjaleikinn

Kári Jónsson var þrettándi maður í leiknum við Ungverja og …
Kári Jónsson var þrettándi maður í leiknum við Ungverja og því ekki í keppnisbúningi í Szombathely á fimmtudagskvöldið. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Ein breyting hefur verið gerð á tólf manna hópi íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik fyrir leikinn gegn  Tyrkjum í undankeppni EM annað kvöld.

Kári Jónsson kemur inn í stað Jóns Axels Guðmundssonar sem fór af velli í miðjum leik gegn Ungverjum á fimmtudagskvöldið og spilaði ekkert eftir það.

Íslenska liðið er því þannig skipað:

Ægir Þór Steinarsson
Hilmar Smári Henningsson
Elvar Már Friðriksson
Kári Jónsson
Kristinn Pálsson
Martin Hermannsson
Haukur Helgi Pálsson
Orri Gunnarsson
Tryggvi Snær Hlinason
Styrmir Snær Þrastarson
Bjarni Guðmann Jónsson
Sigtryggur Arnar Björnsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert