Þetta er enn í okkar höndum

Kristinn Pálsson skýtur að körfu Ungverja í leiknum á fimmtudaginn.
Kristinn Pálsson skýtur að körfu Ungverja í leiknum á fimmtudaginn. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

​Um níu­leytið annað kvöld verður ljóst hvort EM-draum­ur karla­landsliðsins í körfu­bolta verður að veru­leika. Þá lýk­ur tveim­ur síðustu leikj­un­um í undan­keppni EM 2025 þegar Ísland tek­ur á móti Tyrkj­um í Laug­ar­dals­höll­inni klukk­an 19.30 og á sama tíma mæt­ast Ítal­ir og Ung­verj­ar í Reggio Cala­bria.

„Þetta er enn í okk­ar hönd­um þó við höf­um mis­stigið okk­ur aðeins í Ung­verjalandi. Við stefn­um á að vinna Tyrk­ina og með fulla Laug­ar­dals­höll og al­vöru stemn­ingu á allt að vera hægt,“ sagði landsliðsmaður­inn Krist­inn Páls­son við Morg­un­blaðið en hann og fé­lag­ar hans máttu þola tap gegn Ung­verj­um í Szomb­at­hely í fyrra­kvöld, 87:78, og misstu þar af fyrra tæki­fær­inu til að tryggja sér EM-sætið.

Al­vöru læti og stuðning

Tyrk­ir koma í Laug­ar­dals­höll­ina eft­ir tap gegn Ítöl­um á heima­velli, 80:67, í fyrra­kvöld en báðar þjóðirn­ar eru komn­ar á EM og annað kvöld ræðst hvort Ísland eða Ung­verja­land fylg­ir þeim. Ísland kemst á EM með sigri gegn Tyrkj­um en þarf ann­ars að treysta á að Ítal­ir sigri Ung­verja á sama tíma.

„Við verðum að halda því til haga að þetta er enn í okk­ar hönd­um. Við erum bjart­sýn­ir á að geta sigrað Tyrk­ina á heima­velli og í fyrra töpuðum við aðeins fyr­ir þeim á loka­skot­inu í Ist­an­búl, sem var mjög svekkj­andi því okk­ur fannst við hafa gert nóg til að vinna,“ sagði Krist­inn en Tyrk­ir unnu þann leik 76:75 eft­ir frá­bæra frammistöðu ís­lenska liðsins.

„Við erum bjart­sýn­ir að fá þá heim í kuld­ann og sjá hvernig þeir aðlag­ast ís­lensku um­hverfi. Ég vona bara að við fáum al­vöru læti og al­vöru stuðning í stúk­unni og það mun rífa okk­ur áfram,“ sagði Krist­inn.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert