Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics höfðu betur gegn New York Knicks, 118:105, í deildinni á heimavelli sínum í Boston í kvöld.
Boston er í öðru sæti Austurdeildarinnar og New York í því þriðja.
Boston fór hamförum í fyrri hálfleik í kvöld og leiddi þá með 21 stigi, 64:43. New York gerði gott áhlaup í þriðja leikhluta en Boston náði svo aftur góðum tökum á leiknum og vann að lokum með 13 stigum.
Jayson Tatum var öflugur hjá Boston en hann skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Jaylen Brown var ekki langt undan með 24 stig og átta fráköst.
Karl-Anthony Towns var stigahæstur hjá New York með 24 stig og 18 fráköst. Jalen Brunson bætti við 22 stigum og Josh Hart var með 20 stig, 11 fráköst og níu stoðsendingar.