Cleveland Cavaliers hafði betur gegn Memphis Grizzlies, 129:123, í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt.
Tímabilið hjá Cleveland hefur verið draumi líkast og er liðið með gott forskot á toppi Austurdeildarinnar. Hefur Cleveland unnið 47 leiki og aðeins tapað tíu. Boston Celtics er í öðru sæti með 41 sigur og 16 töp.
Donovan Mitchell skoraði 33 stig fyrir Cleveland. Jaren Jackson Jr. skoraði 22 fyrir Memphis.
Oklahoma City Thunder er með afgerandi forskot í Vesturdeildinni en liðið sigraði Minnesota Timberwolves í nótt, 130:123.
Oklahoma er með 46 sigra og tíu töp. Memphis er í öðru sæti með 37 sigra og 20 töp.
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 37 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma. Anthony Edwards gerði 29 stig fyrir Minnesota.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Golden State Warriors 126:102 Dallas Mavericks
Indiana Pacers 129:111 Los Angeles Clippers
Atlanta Hawks 143:148 Detroit Pistons
Milwaukee Bucks 120:113 Miami Heat
Orlando Magic 110:90 Washington Wizards
Toronto Raptors 127:109 Phoenix Suns
Cleveland Cavaliers 129:123 Memphis Grizzlies
New Orleans Pelicans 114:96 San Antonio Spurs
Minnesota Timberwolves 123:130 Oklahoma City Thunder