Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason skoraði fallegustu körfu leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni EM í körfubolta í gær. Ísland vann leikinn og tryggði sér á lokamótið.
Karfan hjá Tryggva var af dýrari gerðinni og þá sérstaklega vegna undirbúningsins hjá Martin Hermannssyni.
Martin gaf stórkostlega sendingu aftur fyrir bak og Tryggvi negldi niður troðslunni, eins og honum einum er lagið.
Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan, þegar tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu.