Franski körfuknattleiksmaðurinn Gedeon Dimoke spilar ekki meira með Hetti í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Hattarmenn tilkynntu í kvöld að hann hefði spilað sinn síðasta leik og væri farinn heim til Frakklands.
Dimoke hóf að spila með Hetti í lok nóvember og spilaði tíu leiki með liðinu á yfirstandandi tímabili. Hann skoraði 7,8 stig að meðaltali og tók 4,3 fráköst að meðaltali í leik með liðinu.