Toppliðið tapaði óvænt

Anthony Edwards úr Minnesota með boltann í nótt.
Anthony Edwards úr Minnesota með boltann í nótt. AFP/William Purnell

Oklahoma City Thunder, topplið Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum, tapaði óvænt fyrir Minnesota Timberwolves, 131:128, á heimavelli í framlengdum leik í nótt.

Var staðan 121:121 eftir venjulegan leiktíma og því varð að framlengja. Í framlengingunni skoruðu gestirnir tíu stig gegn sjö.

Þrátt fyrir tapið skoraði Shai Gilgeous-Alexander 39 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma. Jaden McDaniels skoraði 27 stig og tók tíu fráköst fyrir Minnesota.

Þrátt fyrir tapið er Oklahoma enn með örugga forystu á toppnum. Liðið er með 46 sigra og 11 töp. Denver Nuggets er í öðru sæti deildarinnar með 38 sigra og 20 töp.

Stigahæsti leikmaður næturinnar var Zach LaVine. Hann gerði 42 stig í 130:88-stórsigri Sacamento Kings á Charlotte Hornets. Miles Bridges skoraði 23 stig fyrir Charlotte.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Detroit Pistons 106:97 Los Angeles Clippers
Indiana Pacers 116:125 Denver Nuggets
Philadelphia 76ers 110:142 Chicago Bulls
Washington Wizards 107:99 Brooklyn Nets
Atlanta Hawks 98:86 Miami Heat
Oklahoma City Thunder 128:131 Minnesota Timberwolves
Utah Jazz 112:114 Portland Trail Blazers
Sacramento Kings 130:88 Charlotte Hornets

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert