Tryggvi Snær Hlinason var einn besti leikmaður lokaumferðarinnar í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta að mati FIBA, alþjóðlega körfuknattleikssambandsins.
Miðherjinn stóri og stæðilegi skoraði 13 stig, tók ellefu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í sigrinum í Tyrklandi á sunnudag en sigurinn tryggði sæti Íslands á lokamótinu í haust.
Auk Tryggva eru Kevin Larsen frá Danmörku, Olivier Nkamhoua frá Finnlandi, TJ Shorts frá Norður-Makedóníu og Mario Hezonja frá Króatíu einnig tilnefndir sem leikmaður umferðarinnar.