ÍA hafði betur gegn Hamri, 104:103, eftir framlengingu í mögnuðum toppslag í 19. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á Akranesi í kvöld. ÍA hefur nú unnið 11 deildarleiki í röð.
ÍA heldur toppsætinu og er nú með 32 stig en Hamar er áfram í þriðja sæti með 26 stig. Sindri er einnig með 26 í öðru sæti og á leik til góða.
Sigurinn fer langt með að tryggja sæti ÍA í úrvalsdeild á næsta tímabili þar sem aðeins þrjár umferðir eru óleiknar og efsta sætið gefur beint sæti í deild þeirra bestu.
Í leiknum í kvöld var mikið jafnræði með liðunum allan leikinn. Þegar Hamar virtist vera að tryggja sér nauman sigur í venjulegum leiktíma þegar Kristófer Már Gíslason jafnaði metin í 90:90 með þriggja stiga körfu og knúði þannig fram framlengingu.
Þar var ekki síður mikil spenna og vann ÍA að lokum eins stigs sigur.
Kristófer Már var stigahæstur hjá ÍA með 29 stig og sjö fráköst.
Stugahæstur í leiknum var Björn Ásgeir Ásgeirsson með 32 stig fyrir Hamar.
Gangur leiksins:: 4:2, 16:13, 20:17, 22:22, 24:26, 28:32, 36:41, 44:45, 48:50, 54:56, 61:66, 70:68, 70:72, 74:79, 81:82, 90:90, 97:97, 104:103.
ÍA: Kristófer Már Gíslason 29/7 fráköst, Srdan Stojanovic 23/8 fráköst/10 stoðsendingar, Victor Bafutto 22/14 fráköst/4 varin skot, Kinyon Hodges 19/9 fráköst/7 stolnir, Lucien Thomas Christofis 9, Aron Elvar Dagsson 2.
Fráköst: 23 í vörn, 18 í sókn.
Hamar: Björn Ásgeir Ásgeirsson 32/5 stoðsendingar, Jaeden Edmund King 23/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 17/9 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Sigmar Kristjánsson 12, Lúkas Aron Stefánsson 10/6 fráköst, Egill Þór Friðriksson 5, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/6 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bergur Daði Ágústsson.
Áhorfendur: 500