Skagamenn nálgast úrvalsdeildina óðfluga

Litríkir stuðningsmenn ÍA á leiknum í kvöld.
Litríkir stuðningsmenn ÍA á leiknum í kvöld. Ljósmynd/Jón Gautur

ÍA hafði betur gegn Hamri, 104:103, eftir framlengingu í mögnuðum toppslag í 19. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á Akranesi í kvöld. ÍA hefur nú unnið 11 deildarleiki í röð.

ÍA heldur toppsætinu og er nú með 32 stig en Hamar er áfram í þriðja sæti með 26 stig. Sindri er einnig með 26 í öðru sæti og á leik til góða.

Sigurinn fer langt með að tryggja sæti ÍA í úrvalsdeild á næsta tímabili þar sem aðeins þrjár umferðir eru óleiknar og efsta sætið gefur beint sæti í deild þeirra bestu.

Í leiknum í kvöld var mikið jafnræði með liðunum allan leikinn. Þegar Hamar virtist vera að tryggja sér nauman sigur í venjulegum leiktíma þegar Kristófer Már Gíslason jafnaði metin í 90:90 með þriggja stiga körfu og knúði þannig fram framlengingu.

Fyrirliðinn Lucien Christofis með boltann í leiknum í kvöld.
Fyrirliðinn Lucien Christofis með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Jón Gautur

Þar var ekki síður mikil spenna og vann ÍA að lokum eins stigs sigur.

Kristófer Már var stigahæstur hjá ÍA með 29 stig og sjö fráköst.

Stugahæstur í leiknum var Björn Ásgeir Ásgeirsson með 32 stig fyrir Hamar.

ÍA - Hamar 104:103

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 27. febrúar 2025.

Gangur leiksins:: 4:2, 16:13, 20:17, 22:22, 24:26, 28:32, 36:41, 44:45, 48:50, 54:56, 61:66, 70:68, 70:72, 74:79, 81:82, 90:90, 97:97, 104:103.

ÍA: Kristófer Már Gíslason 29/7 fráköst, Srdan Stojanovic 23/8 fráköst/10 stoðsendingar, Victor Bafutto 22/14 fráköst/4 varin skot, Kinyon Hodges 19/9 fráköst/7 stolnir, Lucien Thomas Christofis 9, Aron Elvar Dagsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 18 í sókn.

Hamar: Björn Ásgeir Ásgeirsson 32/5 stoðsendingar, Jaeden Edmund King 23/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 17/9 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Sigmar Kristjánsson 12, Lúkas Aron Stefánsson 10/6 fráköst, Egill Þór Friðriksson 5, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/6 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 500

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert