Haukar niður um deild

Dwayne Lautier-Ogunleye átti stórleik fyrir Njarðvík.
Dwayne Lautier-Ogunleye átti stórleik fyrir Njarðvík. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru fallnir úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir tap fyrir Njarðvík, 103:81, í 19. umferðinni í Njarðvík í kvöld. 

Haukar eru með átta stig eftir 19 leiki og eiga ei lengur möguleika á að halda sér uppi í deild þeirra bestu. Njarðvík er í þriðja sæti með 26 stig.

Njarðvíkingar voru mun mun sterkari nánast allan leikinn og staðan í hálfleik var 61:32, þeim í vil. 

Haukar náðu aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik og komust aldrei almennilega inn í leikinn. 

Dwayne Lautier-Ogunleye skoraði 33 stig fyrir Njarðvík en hann tók einnig tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Hjá Haukum skoraði De'sean Parsons mest eða 23 stig. 

Njarðvík - Haukar 103:81

IceMar-höllin, Bónus deild karla, 28. febrúar 2025.

Gangur leiksins:: 6:4, 10:6, 18:6, 27:13, 37:19, 51:23, 56:30, 61:32, 65:36, 73:45, 79:51, 86:54, 93:58, 95:66, 99:71, 103:81.

Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 33, Evans Raven Ganapamo 17, Veigar Páll Alexandersson 14/10 fráköst, Dominykas Milka 10/9 fráköst, Patrik Joe Birmingham 8, Isaiah Coddon 6, Khalil Shabazz 5, Brynjar Kári Gunnarsson 4, Mario Matasovic 4/9 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 5 í sókn.

Haukar: De'sean Parsons 23/7 fráköst, Seppe D'Espallier 18/10 fráköst, Hilmir Arnarson 15, Everage Lee Richardson 7/5 fráköst, Ágúst Goði Kjartansson 5, Hugi Hallgrimsson 4/6 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 4, Kristófer Kári Arnarsson 3, Alexander Rafn Stefánsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert