Þór vann Stjörnuna

Jordan Semple fór á kostum i liði Þórs.
Jordan Semple fór á kostum i liði Þórs. Ólafur Árdal

Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn Stjörnunni, 94:91, í 19. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar í kvöld. 

Þór er í sjöunda sæti með 18 stig en Stjarnan er í öðru með 28. 

Mikið jafnræði var á milli lðanna allan leikinn en venjulegum leiktíma lauk, 78:78, og því þurfti framlengingu. 

Jordan Semple fór á kostum í liði Þórs en hann skoraði 15 stig, tók 19 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. 

Hjá Stjörnunni skoraði Shaquille Rombley 20 stig og tók 18 fráköst. 

Þór Þ. - Stjarnan 94:91

Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 28. febrúar 2025.

Gangur leiksins:: 7:9, 12:13, 17:19, 23:26, 32:28, 38:34, 39:40, 41:44, 46:51, 50:55, 54:59, 60:67, 64:69, 69:70, 75:74, 78:78, 87:88, 94:91.

Þór Þ.: Mustapha Jahhad Heron 31/7 fráköst, Nikolas Tomsick 24/4 fráköst/9 stoðsendingar, Jordan Semple 15/19 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir/4 varin skot, Justas Tamulis 9/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5, Davíð Arnar Ágústsson 4.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 24/4 fráköst/5 stoðsendingar, Shaquille Rombley 20/18 fráköst, Jase Febres 16/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 14/5 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Viktor Jónas Lúðvíksson 5/5 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 2, Jaka Klobucar 2.

Fráköst: 31 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 210

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert