Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn Stjörnunni, 94:91, í 19. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar í kvöld.
Þór er í sjöunda sæti með 18 stig en Stjarnan er í öðru með 28.
Mikið jafnræði var á milli lðanna allan leikinn en venjulegum leiktíma lauk, 78:78, og því þurfti framlengingu.
Jordan Semple fór á kostum í liði Þórs en hann skoraði 15 stig, tók 19 fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Hjá Stjörnunni skoraði Shaquille Rombley 20 stig og tók 18 fráköst.
Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 28. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 7:9, 12:13, 17:19, 23:26, 32:28, 38:34, 39:40, 41:44, 46:51, 50:55, 54:59, 60:67, 64:69, 69:70, 75:74, 78:78, 87:88, 94:91.
Þór Þ.: Mustapha Jahhad Heron 31/7 fráköst, Nikolas Tomsick 24/4 fráköst/9 stoðsendingar, Jordan Semple 15/19 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir/4 varin skot, Justas Tamulis 9/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5, Davíð Arnar Ágústsson 4.
Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.
Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 24/4 fráköst/5 stoðsendingar, Shaquille Rombley 20/18 fráköst, Jase Febres 16/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 14/5 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Viktor Jónas Lúðvíksson 5/5 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 2, Jaka Klobucar 2.
Fráköst: 31 í vörn, 17 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem, Daníel Steingrímsson.
Áhorfendur: 210