Toppliðið tapaði á Álftanesi

Haukur Helgi Pálsson sækir að körfu Tindastóls.
Haukur Helgi Pálsson sækir að körfu Tindastóls. mbl.is/Anton Brink

Álftanes hafði betur gegn toppliði Tindastóls, 102:89, í 19. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta á Álftanesi í kvöld. 

Álftanes er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig en Tindastóll er á toppnum með 28. 

Álftnesingar unnu fyrsta leikhluta með 14 stigum en Tindastóll vann annan með 14 stigum og voru leikar því jafnir í hálfleik, 47:47. 

Enn var mikið jafnræði á milli liðanna í þriðja leikhluta en í þeim fjórða og síðasta voru Álftnesingar mun betri og unnu sannfærandi sigur. 

David Okeke skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst í liði Álftaness en hjá Tindastóli skoraði Adomas Drungilas mest eða 19 stig. 

Álftanes - Tindastóll 102:89

Kaldalónshöllin, Bónus deild karla, 28. febrúar 2025.

Gangur leiksins:: 7:0, 14:3, 22:6, 27:13, 34:19, 38:26, 40:33, 47:47, 55:55, 64:62, 70:70, 76:74, 78:83, 86:85, 92:87, 102:89.

Álftanes: David Okeke 31/11 fráköst, Dimitrios Klonaras 24/10 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 12, Lukas Palyza 11/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 3/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 7 í sókn.

Tindastóll: Adomas Drungilas 19/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dedrick Deon Basile 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Giannis Agravanis 14, Sadio Doucoure 10, Davis Geks 8, Ragnar Ágústsson 6, Pétur Rúnar Birgisson 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 16 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frímannsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 436

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert