Tvær mismunandi tillögur um fjölgun leikja í efstu deild karla í körfubolta verða lagðar fyrir á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem haldið verður eftir tvær vikur.
Körfuknattleiksdeild Hattar leggur til að þreföld umferð verði leikin og að hvert lið leiki 33 leiki fyrir úrslitakeppnina. Tillagan felur í sér að helmingur liða deildarinnar spili sextán heimaleiki og hinn helmingurinn sautján.
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar leggur til að skipta deildinni í tvennt eftir tvöfalda umferð, en slíkt fyrirkomulag má sjá í úrvalsdeild kvenna. Þá mætast efstu sex liðin í tvöfaldri umferð og neðstu sex liðin sömuleiðis.
Rétt eins og í tillögu Hattar myndu liðin þá spila 32 leiki í stað 22 og öll lið fengju sextán heimaleiki.