Grindavík skildi Aþenu eftir í slæmum málum

Grindavík vann botnslaginn.
Grindavík vann botnslaginn. mbl.is/Karítas

Grindavík hafði betur gegn Aþenu, 85:71, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld í einvígi tveggja neðstu liða deildarinnar. Var leikið í Smáranum, tímabundnum heimavelli Grindvíkinga.

Grindvíkingar eru nú með 14 stig, eins og Hamar/Þór í áttunda til níunda sæti. Aþena er í slæmum málum á botninum með átta stig.

Grindavík var með nauma forystu í hálfleik, 39:35. Grindvíkingar unnu svo þriðja leikhlutann 26:16 og var Aþena ekki líkleg til að jafna eftir það.

Daisha Bradford skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Grindavík. Isabella Ósk Sigurðardóttir gerði 18 stig og tók 10 fráköst.

Violet Morrow var stigahæst hjá Aþenu með 17 stig og Dzana Crnac gerði 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert