Haukar unnu mikilvægan níu stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 105:96, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Keflavík í kvöld.
Eftir leikinn eru Haukakonur komnar með 32 stig í efsta sæti deildarinnar en Keflavík er með 24 í því fjórða.
Haukaliðið var yfir með sex stigum í hálfleik, 61:55, en Keflavík minnkaði muninn í fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.
Í honum voru Haukakonur aftur á móti sterkari, unnu hann 20:15, og leikinn með níu stigum.
Lore Devos skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf fimm stoðsendingar í liði Hauka en Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Diamond Alexis Battles skoruðu 23 hvor. Hjá Keflavík átti Jasmine Dickey stórleik en hún skoraði 36 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Blue-höllin, Bónus deild kvenna, 02. mars 2025.
Gangur leiksins:: 3:8, 12:10, 17:20, 25:29, 35:35, 40:43, 47:55, 55:61, 63:72, 68:77, 73:80, 81:85, 86:91, 88:91, 91:94, 96:105.
Keflavík: Jasmine Dickey 36/11 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 19, Agnes María Svansdóttir 14, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Anna Lára Vignisdóttir 7/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 1, Julia Bogumila Niemojewska 1/5 fráköst.
Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.
Haukar: Lore Devos 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 23/4 fráköst, Diamond Alexis Battles 23/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/6 fráköst/6 stoðsendingar.
Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Sigurbaldur Frímannsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 154