Meistararnir unnu stórleikinn

Jayson Tatum, t.v., og Derrick White.
Jayson Tatum, t.v., og Derrick White. AFP/Winslow Townson

Meistarar Boston Celtics höfðu betur gegn Denver Nuggets, 110:103, í bandarísku NBA-deild karla í körfubolta í Boston í kvöld. 

Boston-liðið er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 42 sigra og 18 töp en Denver er í öðru sæti Vesturdeildarinnar með 39 sigra og 21 tap. 

Jaylen Brown skoraði 22 stig í liði Boston en hann tók einnig fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Denver skoraði Serbinn Nikola Jokic 20 stig, tók 14 fráköst og gaf níu stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert