Meistarar Boston Celtics höfðu betur gegn Denver Nuggets, 110:103, í bandarísku NBA-deild karla í körfubolta í Boston í kvöld.
Boston-liðið er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 42 sigra og 18 töp en Denver er í öðru sæti Vesturdeildarinnar með 39 sigra og 21 tap.
Jaylen Brown skoraði 22 stig í liði Boston en hann tók einnig fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Denver skoraði Serbinn Nikola Jokic 20 stig, tók 14 fráköst og gaf níu stoðsendingar.