Þór Akureyri hafði betur gegn Val, 84:73, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Akureyri í kvöld.
Þór Akureyri er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig en Valur er í fimmta með 16.
Þórsliðið hóf leikinn mun betur og var fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 30:15.
Fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var staðan munurinn aftur fimmtán stig og náðu Valskonur ekki að koma sér aftur inn í leikinn.
Amandine Toi skoraði 24 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Þórs en Jiselle Thomas skoraði 25 stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu í liði Vals.
Höllin Ak, Bónus deild kvenna, 02. mars 2025.
Gangur leiksins:: 6:3, 12:8, 21:10, 28:15, 33:20, 36:26, 43:31, 46:37, 51:40, 57:46, 60:47, 64:49, 69:54, 73:63, 78:67, 84:73.
Þór Ak.: Amandine Justine Toi 24/4 fráköst, Esther Marjolein Fokke 13/4 fráköst, Madison Anne Sutton 12/16 fráköst/11 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 12/6 fráköst, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 10/4 fráköst, Natalia Lalic 10, Hanna Gróa Halldórsdóttir 3.
Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.
Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 25, Alyssa Marie Cerino 16/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10, Anna Maria Kolyandrova 7, Sara Líf Boama 7/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 6, Eydís Eva Þórisdóttir 2/4 fráköst.
Fráköst: 21 í vörn, 2 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Federick Alfred U Capellan.
Áhorfendur: 120