Kannski sá eini sem kvartaði undan þreytu

Bakvörður vaknaði fyrir allar aldir um liðna helgi. Haldið var á Nettómótið á Suðurnesjum með átta ára stelpuna. Það er stærðarinnar tveggja daga körfuboltamót fyrir stelpur og stráka.

Þátttakendur í ár voru 1.222, fjöldi leikja var tæplega 700 og samanlagður fjöldi liða (sum félög tefldu fram á þriðja tug liða) var 244.

Öll lið fengu að minnsta kosti fimm leiki og fyrir átta ára stelpur voru það ágætis viðbrigði að fara úr því að spila 1x12 mínútur á móti hjá Val skömmu fyrir jól í að spila 2x12 mínútur í öllum leikjum um helgina.

KR-liðið sem stelpan mín var hluti af virtist ekki kippa sér mikið upp við þessa breytingu þrátt fyrir 100% aukningu á álagi.

Var það líka þrátt fyrir að fjórir af leikjunum fimm hafi verið spilaðir á laugardeginum og stundum var liðið ekki með einn einasta skiptimann.

Ég varð hreinlega þreyttur stundum að horfa á stelpurnar hlaupa fram og til baka, en þær blésu vart úr nös.

Þátttakendur virtust allir ánægðir með mótið og foreldrar sömuleiðis þrátt fyrir að kveinka sér stundum yfir smá þreytu. Eða kannski var það bara ég.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert