Nýliðarnir upp um þrjú sæti

Diljá Ögn Lárusdóttir með boltann í kvöld.
Diljá Ögn Lárusdóttir með boltann í kvöld. mbl.is/Hákon

Hamar/Þór gerði góða ferð í Garðabæinn og sigraði Stjörnuna, 78:72, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld.

Með sigrinum fór Hamar/Þór upp úr níunda sæti, upp fyrir Stjörnuna og Tindastól og upp í það sjötta. Hamar/Þór, Stjarnan og Tindastóll eru nú öll með 16 stig.

Hamar/Þór lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Staðan eftir hann var 43:32 og tókst Stjörnunni ekki að jafna í seinni hálfleik en munurinn varð minnstur tvö stig þegar skammt var eftir, 72:70.

Abby Beeman átti stórleik fyrir Hamar/Þór, skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hana Ivanusa bætti við 14 stigum.

Denia Davis- Stewart skoraði 27 stig og tók 20 fráköst fyrir Stjörnuna. Ana Clara Paz og Diljá Ögn Lárusdóttir gerðu 12 stig hvor.

Stjarnan - Hamar/Þór 72:78

Umhyggjuhöllin, Bónus deild kvenna, 04. mars 2025.

Gangur leiksins:: 7:11, 11:15, 16:20, 19:23, 19:28, 28:30, 28:38, 32:43, 36:49, 42:55, 47:57, 52:61, 56:63, 60:67, 68:70, 72:78.

Stjarnan: Denia Davis- Stewart 27/20 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 12/4 fráköst, Ana Clara Paz 12/8 fráköst, Katarzyna Anna Trzeciak 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Elísabet Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Bára Björk Óladóttir 2, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2, Berglind Katla Hlynsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 22 í sókn.

Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 32/13 fráköst/12 stoðsendingar, Hana Ivanusa 14/7 fráköst, Fatoumata Jallow 9, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 8/7 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 4/4 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 4, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 4, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aron Rúnarsson, Sófus Máni Bender.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert