Einn besti nýliðinn í Bandaríkjunum

Tómas Valur Þrastarson hefur leikið vel í Bandaríkjunum.
Tómas Valur Þrastarson hefur leikið vel í Bandaríkjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Tómas Valur Þrastarson var einn besti nýliði WCC-deildarinnar í bandaríska háskólaboltanum en hann var valinn í fimm manna úrvalslið deildarinnar.

Tómas, sem er uppalinn hjá Þór Þorlákshöfn, leikur með Washington State-háskólanum. Hann hefur spilað alla 28 leiki liðsins í deildinni á leiktíðinni.

Íslendingurinn hefur byrjað tíu leiki og skorað fjögur stig, tekið þrjú fráköst og gefið eina stoðsendingu að meðaltali í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert