Sannfærandi Haukar keyrðu yfir Val

Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val sækir að Þóru Kristínu Jónsdóttur …
Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val sækir að Þóru Kristínu Jónsdóttur úr Haukum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Topplið Hauka hafði betur gegn Val, 98:77, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar eru með 34 stig á toppnum, sex stigum meira en Njarðvík í öðru sæti. Valur er í fimmta sæti með 18 stig.

Jafnræði var með liðunum framan af leik og var staðan 23:21, Val í vil, eftir fyrsta leikhluta.

Eftir það var komið að Haukum sem unnu annan leikhluta 20:10 og þann þriðja 26:14. Voru Valskonur ekki líklegar til að jafna í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 29 stig fyrir Hauka og Diamond Battles gerði 14. Jiselle Thomas skoraði 20 fyrir Val og Dagbjört Dögg Karlsdóttir 16.

Valur - Haukar 77:98

N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild kvenna, 05. mars 2025.

Gangur leiksins:: 8:7, 13:11, 20:14, 23:21, 23:25, 25:32, 27:36, 33:41, 35:44, 41:50, 44:57, 47:67, 58:72, 63:82, 69:89, 77:98.

Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 20, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 16, Eydís Eva Þórisdóttir 14, Alyssa Marie Cerino 10, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/10 fráköst, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 3, Anna Maria Kolyandrova 2/5 fráköst, Fatima Rós Joof 2, Sara Líf Boama 2/6 fráköst/5 stolnir.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Haukar: Tinna Guðrún Alexandersdóttir 29, Diamond Alexis Battles 14/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 13, Lore Devos 12/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/5 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5, Sara Líf Sigurðardóttir 3, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Arnar Þór Þrastarson.

Áhorfendur: 57

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert