Benedikt hættur með landsliðið

Benedikt Guðmundsson fyrir landsliðsæfingu í nóvember síðastliðnum.
Benedikt Guðmundsson fyrir landsliðsæfingu í nóvember síðastliðnum. mbl.is/Eyþór

Benedikt Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem kemur fram að leit sé þegar hafin af eftirmanni hans.

Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019, stýrði liðinu í 27 leikjum og unnust sex þeirra.

„Liðið fór í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.

KKÍ er afar þakklátt fyrir gríðarlega gott samstarf við Benedikt og hans aðstoðarmenn. Skilja þeir eftir sig spennandi lið sem á framtíðina fyrir sér,“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert