Höttur vann sinn fyrsta leik á árinu

Höttur gat loksins fagnað sigri á árinu 2025.
Höttur gat loksins fagnað sigri á árinu 2025. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Höttur, sem féll úr úrvalsdeild karla í körfubolta um síðustu helgi, vann sinn fyrsta sigur í deildinni á árinu er liðið sigraði Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli í kvöld, 103:95.

Höttur er í 11. sæti með 10 stig, sex stigum frá öruggu sæti þegar liðið á aðeins tvo leiki eftir. Þór er í 9. sæti með 18 stig og í baráttunni um að fara í úrslitakeppnina.

Hattarmenn voru með nauma forystu í hálfleik eftir tvo jafna leikhluta, 62:58. Þór vann þriðja leikhluta 26:13 og kom sér í góða stöðu en Höttur svaraði með 28:11-sigri í fjórða leikhlutanum, sem nægði til sigurs.

Adam Eiður Ásgeirsson skoraði 24 stig fyrir Hött og Nemanja Knezevic gerði 21 stig og tók 11 fráköst. Mustapha Heron skoraði 25 stig fyrir Þór og Nikolas Tomsick skoraði 19.

Höttur - Þór Þ. 103:95

MVA-höllin Egilsstöðum, Bónus deild karla, 06. mars 2025.

Gangur leiksins:: 7:2, 15:13, 25:19, 30:28, 42:35, 48:43, 55:55, 62:58, 64:64, 68:72, 70:82, 75:84, 79:88, 84:88, 95:94, 103:95.

Höttur: Adam Eiður Ásgeirsson 24, Nemanja Knezevic 21/11 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/4 fráköst, Adam Heede-Andersen 12/5 stoðsendingar, Matej Karlovic 10/4 fráköst, Gustav Suhr-Jessen 9/5 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 8, David Guardia Ramos 6.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Þór Þ.: Mustapha Jahhad Heron 25, Nikolas Tomsick 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Justas Tamulis 16, Jordan Semple 13/5 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 12/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert