Íslandsmeistarar Vals unnu nauman útisigur á föllnum Haukum, 85:81, í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.
Valur er í fjórða sæti með 24 stig. Haukar eru neðstir með aðeins átta.
Haukar voru með forystuna stærstan hluta leiks og komust mest níu stigum yfir í fyrri hálfleik, 26:17.
Var staðan í hálfleik 42:38 og fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 68:60. Í honum reyndust Valsmenn sterkari og knúðu fram nauman útisigur.
Taiwo Badmus skoraði 22 stig fyrir Val og Kári Jónsson gerði 19. Ágúst Goði Kjartansson skoraði 18 fyrir Hauka og Hilmir Arnarson 17.
Ásvellir, Bónus deild karla, 06. mars 2025.
Gangur leiksins:: 6:3, 10:9, 17:15, 26:21, 31:25, 33:30, 41:33, 42:38, 47:44, 52:53, 59:55, 68:60, 70:67, 70:75, 78:81, 81:85.
Haukar: Ágúst Goði Kjartansson 18, Hilmir Arnarson 17, De'sean Parsons 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Seppe D'Espallier 13/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Everage Lee Richardson 9/6 stoðsendingar, Birkir Hrafn Eyþórsson 7, Hilmir Hallgrímsson 3.
Fráköst: 19 í vörn, 2 í sókn.
Valur: Taiwo Hassan Badmus 22/7 fráköst, Kári Jónsson 19, Joshua Jefferson 11, Adam Ramstedt 11/8 fráköst, Kristinn Pálsson 10/6 fráköst, Kristófer Acox 6/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4, Frank Aron Booker 2.
Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Sigurbaldur Frímannsson, Bergur Daði Ágústsson.
Áhorfendur: 143