Sigurkarfan tólf sekúndum fyrir leikslok

Dani Koljanin með boltann fyrir ÍR. Hann fagnaði sigri gegn …
Dani Koljanin með boltann fyrir ÍR. Hann fagnaði sigri gegn sínum gömlu félögum. mbl.is/Eyþór

ÍR hafði betur gegn KR, 97:96, í miklum spennuleik í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.

Með úrslitunum fóru ÍR-ingar upp í 18 stig og upp í sjöunda sætið. Er liðið með 18 stig, eins og KR og Þór frá Þorlákshöfn en með bestan árangur innbyrðis.

Collin Pryor var hetja ÍR-inga því hann skoraði sigurkörfuna þegar tólf sekúndur voru eftir.

Var fyrri hálfleikur kaflaskiptur því KR var með 31:23-forystu eftir fyrsta leikhluta á meðan ÍR svaraði með 25:13-sigri í öðrum leikhluta.

Var seinni hálfleikur svo alltaf jafn og spennandi og við hæfi að úrslitin réðust á síðustu sekúndunum.

Matej Kavas skoraði 24 stig fyrir ÍR og Hákon Örn Hjálmarsson 21. Linards Jaunzems skoraði 35 fyrir KR og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar.

ÍR - KR 97:96

Skógarsel, Bónus deild karla, 06. mars 2025.

Gangur leiksins:: 7:5, 13:14, 21:24, 23:31, 32:33, 34:38, 40:40, 48:44, 56:49, 62:57, 70:63, 72:69, 80:72, 86:82, 88:91, 97:96.

ÍR: Matej Kavas 24/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 21, Jacob Falko 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Zarko Jukic 10/10 fráköst, Collin Anthony Pryor 9, Oscar Jorgensen 7, Dani Koljanin 4/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 17 í sókn.

KR: Linards Jaunzems 35/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 23/7 fráköst/8 stoðsendingar, Nimrod Hilliard IV 18, Þorvaldur Orri Árnason 7, Vlatko Granic 6/14 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 5/4 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 309

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert