Tindastóll náði tveggja stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta er liðið valtaði yfir Keflavík, 116:77, á heimavelli sínum á Sauðárkróki í kvöld.
Tindastóll er nú með 30 stig, tveimur stigum meira en Stjarnan, þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni en Stjarnan á leik til góða.
Skagfirðingar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi leiks en staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32:9. Tindastóll hélt áfram að bæta í og var staðan 62:27 í hálfleik.
Spilamennska Keflavíkur batnaði aðeins í seinni hálfleik en gríðarlega öruggum sigri Tindastóls var aldrei ógnað.
Dimitrios Agravanis var stigahæstur hjá Tindastóli með 23 stig og bróðir hans Giannis Agravanis gerði 19. Jaka Brodnik og Remu Raitanen skoruðu 18 hvor fyrir Keflavík.
Sauðárkrókur, Bónus deild karla, 06. mars 2025.
Gangur leiksins:: 9:0, 17:3, 23:3, 32:9, 37:13, 46:17, 52:23, 62:27, 69:32, 74:37, 82:46, 89:52, 92:57, 99:65, 110:70, 116:77.
Tindastóll: Dimitrios Agravanis 23/9 fráköst, Giannis Agravanis 19/7 fráköst, Davis Geks 17, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Sadio Doucoure 10/6 fráköst, Dedrick Deon Basile 9/5 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 7, Ragnar Ágústsson 7, Adomas Drungilas 5/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3/6 stoðsendingar, Axel Arnarsson 2.
Fráköst: 35 í vörn, 9 í sókn.
Keflavík: Remu Emil Raitanen 18, Jaka Brodnik 18/4 fráköst, Callum Reese Lawson 10, Nigel Pruitt 9/5 fráköst, Hilmar Pétursson 7, Einar Örvar Gíslason 4, Ty-Shon Alexander 4, Sigurður Pétursson 3, Jakob Máni Magnússon 2, Igor Maric 2.
Fráköst: 18 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.
Áhorfendur: 300