Doncic og LeBron fóru mikinn

LeBron James og Luka Doncic ná vel saman.
LeBron James og Luka Doncic ná vel saman. AFP/Harry How

Slóveninn Luka Doncic og gamla brýnið LeBron James fóru báðir á kostum þegar lið þeirra LA Lakers lagði New York Knicks að velli, 113:109, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Doncic skoraði 32 stig, tók sjö fráköst og gaf 12 stoðsendingar á meðan James skoraði 31 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Stigahæstur í leiknum var hins vegar Jalen Brunson með 39 stig og tíu stoðsendingar fyrir New York.

Steph Curry fór þá fyrir Golden State Warriors þegar liðið vann nauman sigur á Brooklyn Nets, 121:119.

Curry skoraði 40 stig og þar af skoraði hann úr sjö þriggja stiga skotum.

Önnur úrslit:

Boston – Philadelphia 123:105
Orlando – Chicago 123:125
Atlanta – Indiana 124:118
New Orleans – Houston 97:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert