Góður gegn stórliðinu

Martin Hermannsson lék vel.
Martin Hermannsson lék vel. mbl.is/Ólafur Árdal

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, átti góðan leik fyrir Alba Berlín er liðið mátti þola tap fyrir Barcelona, 99:85, í Evrópudeildinni í kvöld, sterkustu keppni álfunnar.

Martin skoraði níu stig, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 20 mínútum.

Alba hefur ekki náð sér á strik í keppninni í vetur og er liðið í botnsætinu af 18 liðum með fjóra sigra og 24 töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert