Stjarnan fór illa með Álftanes er liðin mættust í Garðabæjarslag í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Urðu lokatölur í Stjörnuheimilinu 116:76.
Stjörnumenn eru í öðru sæti með 30 stig, eins og topplið Tindastóls. Álftanes er með 20 stig í 5.-6. sæti með Grindavík.
Heimamenn voru skrefinu á undan allan leikinn og var staðan í hálfleik 57:39. Stjörnumenn héldu síðan áfram að bæta í forskotið nánast allan seinni hálfleikinn.
Jase Febres skoraði 27 stig fyrir Stjörnuna og Hilmar Smári Henningsson kom næstur með 19. David Okeke skoraði 18 fyrir Álftanes og Dimitrios Klonaras gerði 12.
Umhyggjuhöllin, Bónus deild karla, 07. mars 2025.
Gangur leiksins:: 9:5, 15:12, 19:13, 24:19, 35:21, 40:26, 49:32, 57:39, 64:43, 73:47, 82:54, 91:60, 96:63, 103:68, 109:70, 116:76.
Stjarnan: Jase Febres 27/4 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 19, Júlíus Orri Ágústsson 16, Orri Gunnarsson 15, Ægir Þór Steinarsson 11/8 fráköst/14 stoðsendingar, Viktor Jónas Lúðvíksson 9/6 fráköst, Shaquille Rombley 7, Bjarni Guðmann Jónson 5, Hlynur Elías Bæringsson 4/8 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson 3.
Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.
Álftanes: David Okeke 18/7 fráköst, Dimitrios Klonaras 12/9 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Haukur Helgi Briem Pálsson 11, Dúi Þór Jónsson 11, Viktor Máni Steffensen 10/4 fráköst, Lukas Palyza 7, Almar Orn Bjornsson 4, Arnar Geir Líndal 3.
Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 899