Þrátt fyrir góða frammistöðu landsliðsmannsins Elvars Más Friðrikssonar tapaði Maroussi fimmta leiknum í röð í efstu deild gríska körfuboltans í dag.
Maroussi tapaði með 13 stigum fyrir Karditsas, 80:67, á útivelli en Elvar var stigahæstur allra með 18 stig.
Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 30 mínútum spiluðum en Maroussi er í næstneðsta sæti deildarinner með fimm sigra og fimmtán töp.