Serbinn Nikola Jokic fór á kostum fyrir Denver Nuggets þegar liðið sigraði Phoenix Suns 149:141 í framlengdum leik í bandarísku NBA-deildinni í nótt.
Hann skoraði 31 stig, tók 21 frákast og gaf 22 stoðsendingar sem eru flestar stoðsendingar sem hann hefur gefið í leik á ferlinum.
Jokic er sá fyrsti til að ná þrefaldri tvennu með a.m.k. 30 stigum, 20 fráköstum og 20 stoðsendingum í NBA-deildinni.