Alvarlegri meiðsli en í fyrstu var talið

LeBron James verður frá keppni í einhvern tíma.
LeBron James verður frá keppni í einhvern tíma. AFP/Elsa

Körfuboltastjarnan LeBron James missir af næstu leikjum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í Bandaríkjunum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Boston Celtics fyrir helgi.

James meiddist á nára í leiknum en í fyrstu var talið að James yrði klár strax í næsta leik en sú verður ekki raunin.

ESPN greinir frá að James verði líklegast ekkert með næstu tvær vikurnar. Þar sem það er leikið mjög þétt í deildinni gæti leikmaðurinn misst af næstu átta leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert