Los Angeles Clippers hafði betur gegn Sacramento Kings, 111:110, í framlengdum spennuleik í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt.
Sacramento var með 97:90-forystu þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Clippers neitaði að gefast upp og jafnaði með sjö síðustu stigunum í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja.
DeMar DeRozan kom Sacramento í 110:109 þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Clippers átti hins vegar lokaorðið því Kawhi Leonard tryggði liðinu sigurinn með körfu einni sekúndu fyrir leikslok.
Magnað tímabil Cleveland Cavaliers hélt áfram er liðið sigraði Milwaukee Bucks á útivelli, 112:100. Liðið er á toppi Austurdeildarinnar með 54 sigra og aðeins tíu töp.
Um liðsframmistöðu var að ræða því enginn skoraði meira en 17 stig fyrir Cleveland en átta leikmenn gerðu níu stig eða meira. Max Strus var stigahæstur með 17. Gannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
New Orleans Pelicans 104:107 Memphis Grizzlies
Philadelphia 76ers 126:122 Utah Jazz
Milwaukee Bucks 100:112 Cleveland Cavaliers
Minnesota Timerwolves 141:124 San Antonio Spurs
Portland Trail Blazers 112:119 Detroit Pistons
Los Angeles Clippers 111:110 Sacramanto Kings