Landsliðskonan sleit krossband

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir í leik með Fjölni.
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir í leik með Fjölni. mbl.is/Arnþór

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, sleit krossband í hné í leik með nýliðum Hamars/Þórs í úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi.

Karfan.is greinir frá því að hin tvítuga Emma Sóldís hafi orðið fyrir meiðslunum stuttu eftir að leikur Hamars/Þórs gegn Tindastóli hófst laugardaginn 1. mars.

Hún gekk til liðs við Hamar/Þór í desember síðastliðnum eftir að hafa leikið um skeið fyrir háskólalið Liberty-háskólans í Bandaríkjunum.

Þar á undan hafði Emma Sóldís leikið með Haukum, Fjölni og uppeldisfélagi sínu KR. Hún hefur áður slitið krossband í sama hnéi en það gerðist einnig árið 2023.

Þar með er ljóst að hún spilar ekki meira á þessu ári en yfirleitt tekur það 9-12 mánuði að komast aftur af stað eftir krossbandsslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert