Haukar eru deildarmeistarar kvenna í körfuknattleik eftir stórsigur á Þór Akureyri, 97:73, í úrvalsdeildinni í Ólafssal í kvöld.
Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir eru Haukakonur búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og fyrsta sætið fyrir úrslitakeppnina. Þór Akureyri er í þriðja sæti með 26 stig.
Haukar eru með 36 stig á toppnum en Njarðvík er í öðru sæti með 32 stig og á ei lengur möguleika að ná Haukum. Liðin mætast í síðustu umferðinni.
Njarðvík vann þá Val, 90:80, á Hlíðarenda en Valur er í fimmta með 16 stig.
Sigur Hauka virtist aldrei í hættu gegn Þór en liðið var með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 21:13.
Annar leikhluti var nokkuð jafn en Haukar juku forskot sitt í tíu stig, 45:35. Þriðji leikhluti endaði jafn, 26:26, en Haukaliðið valtaði yfir Þór í þeim fjórða og vann að lokum 24 stiga sigur.
Lore Devos skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði Hauka en hjá Þór skoraði Amandine Toi 29 stig, tók eitt frákast og gaf fimm stoðsendingar.
Brittany Dinkins átti stórleik í sigri Njarðvíkur á Val.
Hún skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en Njarðvík var með undirtökin allan leikinn.
Hjá Val skoraði Jiselle Thomas 28 stig.
Gangur leiksins:: 3:9, 11:9, 17:9, 21:13, 23:15, 30:20, 36:29, 45:35, 45:38, 55:42, 61:50, 71:61, 79:61, 88:63, 92:70, 97:73.
Haukar: Lore Devos 30/9 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 23/4 fráköst/6 stolnir, Diamond Alexis Battles 19/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/4 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Rósa Björk Pétursdóttir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Inga Lea Ingadóttir 3, Halldóra Óskarsdóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.
Þór Ak.: Amandine Justine Toi 29/5 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 15, Natalia Lalic 10, Esther Marjolein Fokke 9/7 fráköst, Hanna Gróa Halldórsdóttir 6/4 fráköst, Madison Anne Sutton 3/16 fráköst, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 1/8 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 102
Gangur leiksins:: 4:9, 13:15, 22:21, 25:30, 34:35, 39:41, 42:48, 49:53, 51:57, 55:60, 58:66, 61:72, 67:75, 73:84, 73:86, 80:90.
Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 28, Alyssa Marie Cerino 20/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/4 fráköst, Anna Maria Kolyandrova 12, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 2, Sara Líf Boama 1/10 fráköst.
Fráköst: 19 í vörn, 12 í sókn.
Njarðvík: Brittany Dinkins 42/9 fráköst/8 stoðsendingar, Emilie Sofie Hesseldal 14/15 fráköst, Paulina Hersler 12/7 fráköst/4 varin skot, Sara Björk Logadóttir 9/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 5, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 3.
Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 86