Haukaliðið er deildarmeistari

Haukakonur fagna deildarmeistaratitlinum með Þóru Kristínu Jónsdóttur fremsta í mynd.
Haukakonur fagna deildarmeistaratitlinum með Þóru Kristínu Jónsdóttur fremsta í mynd. mbl.is/Karítas

Haukar eru deildarmeistarar kvenna í körfuknattleik eftir stórsigur á Þór Akureyri, 97:73, í úrvalsdeildinni í Ólafssal í kvöld. 

Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir eru Haukakonur búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og fyrsta sætið fyrir úrslitakeppnina. Þór Akureyri er í þriðja sæti með 26 stig.

Haukar eru með 36 stig á toppnum en Njarðvík er í öðru sæti með 32 stig og á ei lengur möguleika að ná Haukum. Liðin mætast í síðustu umferðinni.

Njarðvík vann þá Val, 90:80, á Hlíðarenda en Valur er í fimmta með 16 stig. 

Haukar náðu forystu fljótt

Sigur Hauka virtist aldrei í hættu gegn Þór en liðið var með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 21:13. 

Annar leikhluti var nokkuð jafn en Haukar juku forskot sitt í tíu stig, 45:35. Þriðji leikhluti endaði jafn, 26:26, en Haukaliðið valtaði yfir Þór í þeim fjórða og vann að lokum 24 stiga sigur. 

Lore Devos skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði Hauka en hjá Þór skoraði Amandine Toi 29 stig, tók eitt frákast og gaf fimm stoðsendingar. 

Tinna Guðrún Alexandersdóttir sækir að körfu Þórs.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir sækir að körfu Þórs. mbl.is/Karítas

Brittany fór á kostum á Hlíðarenda

Brittany Dinkins átti stórleik í sigri Njarðvíkur á Val. 

Hún skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en Njarðvík var með undirtökin allan leikinn. 

Hjá Val skoraði Jiselle Thomas 28 stig. 

Haukar - Þór Ak. 97:73

Ásvellir, Bónus deild kvenna, 12. mars 2025.

Gangur leiksins:: 3:9, 11:9, 17:9, 21:13, 23:15, 30:20, 36:29, 45:35, 45:38, 55:42, 61:50, 71:61, 79:61, 88:63, 92:70, 97:73.

Haukar: Lore Devos 30/9 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 23/4 fráköst/6 stolnir, Diamond Alexis Battles 19/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/4 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Rósa Björk Pétursdóttir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Inga Lea Ingadóttir 3, Halldóra Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Þór Ak.: Amandine Justine Toi 29/5 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 15, Natalia Lalic 10, Esther Marjolein Fokke 9/7 fráköst, Hanna Gróa Halldórsdóttir 6/4 fráköst, Madison Anne Sutton 3/16 fráköst, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 1/8 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 102

Valur - Njarðvík 80:90

N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild kvenna, 12. mars 2025.

Gangur leiksins:: 4:9, 13:15, 22:21, 25:30, 34:35, 39:41, 42:48, 49:53, 51:57, 55:60, 58:66, 61:72, 67:75, 73:84, 73:86, 80:90.

Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 28, Alyssa Marie Cerino 20/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/4 fráköst, Anna Maria Kolyandrova 12, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 2, Sara Líf Boama 1/10 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 12 í sókn.

Njarðvík: Brittany Dinkins 42/9 fráköst/8 stoðsendingar, Emilie Sofie Hesseldal 14/15 fráköst, Paulina Hersler 12/7 fráköst/4 varin skot, Sara Björk Logadóttir 9/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 5, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 86

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert