Stórleikur Danielle í Sviss

Danielle Rodriguez, leikmaður íslenska landsliðsins.
Danielle Rodriguez, leikmaður íslenska landsliðsins. Ljósmynd/FÍBA

Landsliðskonan Danielle Rodriguez átti stórleik í stórsigri Fribourg á Baden, 123:65, í efri hluta efstu deildar Sviss í körfubolta í Fribourg í kvöld. 

Fribourg er í efsta sæti með 38 stig og átta stiga forystu. 

Danielle skoraði 26 stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar á 33 mínútum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert